
Sorpa er sífellt að bæta vefinn sinn um flokkun og endurvinnslu. Það sem er gaman að sjá á bæði vef Sorpu og Landverndar er hversu mikla áherslu þeir leggja á fræðslu fyrir börn. Það á án efa eftir að skila sér. Sífellt fleiri skólar fá Grænfánann, vonandi eiga þessi börn eftir að taka vandamálið traustari tökum en við.
Sorpa er með nýuppfærða flokkunartöflu sem hægt er að fá senda heim til sín. Einfaldlega sendið póst á sorpa@sorpa.is og biðjið um að fá senda flokkunartöflu. Þessi tafla á heima í hverju eldhúsi við flokkunaraðstöðuna. Þessi tafla hjálpar manni einnig mikið við að skipuleggja flokkunarstöð. Hvernig á ég að skipuleggja flokkunarstöðina, á ég að hafa margar ruslafötur, hvað má fara saman osfrv. Við munum fara mjög ítarlega í þetta ferli í næstu póstum. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur vef Sorpu vel því þar er mikið að finna. T.d. hvar næstu grendargáma er að finna og endurvinnslustöðvar. Þar er einnig að finna upplýsingar um jarðgerð fyrir þá sem hafa tækifæri og vilja til þess en Reykjavíkurborg gaf út bækling um jarðgerð sem þó virðist vera eitthvað kominn til ára sinna. Hann er engu að síður nokkuð góður sérstaklega svona á fyrstu skrefum heimilisjarðgerðar.